Bílaverkstæði
Kjartans og Þorgeirs sf
 

Um okkur

Bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs s/f var stofnað í mars 1988 en tók til stafa 1.júní sama ár.

Bílaverkstæðið er stofnað af Kjartani Friðgeirssyni og Þorgeiri Kjartanssyni.

Kjartan Friðgeirsson Bifvélavirkjameistari nam iðn sína við Iðnskólann í Vestmannaeyjum og var á samningi hjá Hreggviði Jónssyni en flutti upp á land 1964 og réði sig sem verkstjóra hjá Pétri Maack sem rak verkstæði að Urðarbraut 5 í Kópavogi, en flutti verkstæði sitt á Nýbílaveg þar sem Toyotaumboðið er í dag, Pétur Maack var með þjónustu fyrir Opel bíla.

Þorgeir Kjartansson Bifvélavirkjameistari nam iðn sína við Iðnskólann í Reykjavík og var á samningi hjá Kjartani Friðgeirssyni, föður sínum, en þar sem Kjartan vann ekki við iðnina á þessum tíma tók Þorgeir út verklega hlutann á Bílaverks.Jöfurs, Bílaverks.Ásgeirs Kristóferssonar og Bílaverks.Bílaborgar sem var með umboð fyrir Mazda.

Bílaverkstæði Kjartans og Þorgeirs hóf starfsemi sína að Smiðjuvegi 28 (rauð gata) en ráðist var í að eignast eigið húsnæði 1994 og var keypt 134 fermetra pláss að Smiðjuvegi 48 (rauð gata) þar sem starfsemin er en í dag.

Kjartan og Þorgeir hafa verið lengi virkir félagar í Fornbílaklúbbi Íslands og hafa mikla reynslu í uppgerðum og viðhaldi eldri bíla, bæði sinna eigin og annara. Sú þekking og reynsla nýtist vel í verkefnum þeirra þar sem gamlar aðferðir þarf við, einnig hafa þeir mikla alhliða þekkingu á flestum bílum.


 
 Sjá staðsetningu á kortavef Um okkur